Starfsfólk í fjarvinnu
Útgáfudagur: 11/08/23
Síðast uppfært: 21/09/24
Á námskeiðinu er farið í gegnum hvernig fjarvinna er að þróast og hvað er mikilvægast að hafa í huga svo fjarvinna verði sem farsælust, fyrir bæði vinnuveitendur og starfsfólk. Mikilvægt er að fjarvinna sé útfærð með þeim hætti að það komi ekki niður á trausti, samskiptum, frammistöðu og fleiri þáttum.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
átti sig á þeim atriðum sem greinir fjarvinnu frá staðvinnu, kostum þess og göllum
skilji að til eru mismunandi sjónarhorn og útfærslur á því þegar fjarvinna er samþykkt
átti sig á hvað það er sem starfsfólk þarf að hafa í huga þegar unnið er í fjarvinnu hjá fyrirtæki
Fyrir hverja er námskeiðið?
Starfsfólk sem vinnur í fjarvinnu eða blandaðri vinnu eða er að undirbúa að fara að vinna þannig.