Starfsmannasamtöl
Útgáfudagur: 03/12/24
Síðast uppfært: 08/01/25
Innleiðing starfsmannasamtala er orðin nokkuð algeng hjá fyrirtækjum á Íslandi og hefur síðustu ár borið meira á svokölluðum starfsþróunarsamtölum. Á námskeiðinu er farið yfir það af hverju er verið að innleiða starfsmannasamtöl og hvað það er sem skiptir máli þegar lagt er upp í slíka innleiðingu. Hvernig á undirbúningi að vera háttað, hvernig er ferlið sjálft og hvað er mikilvægt að gera í eftirfylgni viðtalanna, hvað á t.d. að gera við niðurstöðurnar.
Fyrir hverja?
Alla þá sem hafa með mannaforráð að gera, getur átt við nokkuð breiðan hóp fólks og þá sem vilja innleiða slíkt ferli sem starfsmannasamtöl eru. Þá sem lagt hafa af stað en ekki gengið sem skildi og þá sem vilja skerpa á eigin vinnu og ferli í starfsmannasamtölum sínum.