Stefnumótun og skipulag

Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24

Stefnumótun og skipulag er grundvöllur árangurs fyrirtækja. Án skýrrar stefnu eiga fyrirtæki erfitt með framþróun og án skipulags sem styður stefnumótun verður stefna aldrei að veruleika. Öll fyrirtæki eiga að hafa skýra stefnu, skipulag sem styður við þá stefnu og tilgang sem gefur fólki ástæðu til að taka þátt í vegferðinni.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • skilji hvað felst í hugtakinu stefnumótun, hlutverki þess, gildum, framtíðarsýn og markmiðum þegar stefnumótun er undirbúin
  • átti sig á tilgangi stefnumótunar og hvers vegna hann er mikilvægur í ferlinu
  • læri um mikilvægi stefnu til árangurs, skipulag og fái einnig innsýn í einfalt stefnumótunarferli til þess að fylgja þegar verið er að móta stefnu 
 

Fyrir hverja?

Stefnumótun og skipulag er fyrir alla sem eru stjórnunarstöðum eða þurfa að hjálpa fyrirtækjum að finna tilgang og stefnu til þess að ná árangri. Mikilvægt er að allir í framkvæmdateymum fyrirtækja hafi grundvallarskilning á stefnumótun og skipulagi.