Stjórnarhættir minni og meðalstórra fyrirtækja

Útgáfudagur: 04/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24

Stærstu mistökin sem minni og meðalstór fyrirtæki gera er að hafa ekki stjórn sem hefur skýrt hlutverk og viðeigandi stjórnarmenn.
 
Námskeiðið snýst um að gera stjórnarstarf í sprotafyrirtækjum og minni og meðalstórum fyrirtækjum markvirkara. Stjórnir eiga að hafa hlutverk og skapa verðmæti fyrir fyrirtækið. Farið er yfir hlutverk stjórna, ráðgjafarstjórnir, stjórnarháttademantinn og lögbundna stjórnarhætti sem krefjast eftirlitsskyldu.
Námskeiðið er útfært sem fjarnámskeið á netinu. Það er hliðstætt við alþjóðlegt námskeið sem Dr. Eyþór Ívar Jónsson hefur hannað og stýrt í Svíþjóð og Danmörku um árabil.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er hannað fyrir stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sprotafyrirtækja og minni og meðalstórra fyrirtækja og er nauðsynlegt fyrir alla sem koma að rekstri slíkra fyrirtækja.