Stjórnarhættir og sjálfbærni fyrirtækja
Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24
Stjórnarhættir fyrirtækja skipta sífellt meira máli enda er ákvörðunarvald fyrirtækja hjá stjórnum þeirra. Víðast hvar skortir verulega upp á fagmennsku í íslenskum stjórnum og lítill skilningur á mikilvægi þess að nálgast sjálfbærni með sérstökum áhuga í stjórnum. Grunnurinn að árangursríku fyrirtæki er að hafa stjórn sem hefur virði fyrir félagið.
Námskeiðið fjallar um af hverju minni og meðalstór fyrirtæki og vaxtarfyrirtæki þurfa stjórn. Jafnframt er farið yfir stjórnardemantinn og hvernig hann getur verið tæki til að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf. Enn fremur er fjallað um sjálfbærni og af hverju sjálfbærni er málefni sem stjórnir verða að hafa skilning á og leiða í fyrirtækjum.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem eru í stjórnum eða vilja sitja í stjórnum fyrirtækja eða félaga. Námskeiðið er jafnframt fyrir stjórnendur og eigendur minni- og meðalstórra fyrirtækja sem eru að velta fyrir sér hvernig hægt er að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf.
Námskeiðið fjallar um af hverju minni og meðalstór fyrirtæki og vaxtarfyrirtæki þurfa stjórn. Jafnframt er farið yfir stjórnardemantinn og hvernig hann getur verið tæki til að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf. Enn fremur er fjallað um sjálfbærni og af hverju sjálfbærni er málefni sem stjórnir verða að hafa skilning á og leiða í fyrirtækjum.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem eru í stjórnum eða vilja sitja í stjórnum fyrirtækja eða félaga. Námskeiðið er jafnframt fyrir stjórnendur og eigendur minni- og meðalstórra fyrirtækja sem eru að velta fyrir sér hvernig hægt er að skipuleggja markvirkt stjórnarstarf.