Straumlínustjórnun (Lean) á hversdagsmáli

Útgáfudagur: 22/11/22
Síðast uppfært: 13/01/25

Agile er viðskiptafílósófía og hreyfing sem hófst í hugbúnaðargeiranum fyrir um 20 árum síðan og hefur öðlast gífurlegar vinsældir.  Agile hugmyndir og nálganir hafa dreift sér frá hugbúnaðargerð yfir í m.a. stjórnun, mannauðsstjórnun, fjármál, markaðsetningu og sölu.  
Þó er það þannig að þó margir hafi heyrt um Agile, jafnvel prófað einhverjar aðferðir undir formerkjum Agile, þá er býsna algengt að vita ekki alveg hver kjarninn er í þessari hugmyndafræði og þannig upplifa hana sem framandi.  Ekki bætir úr skák að í boði er frumskógur af Agile vottunum og ólík "framework" þar sem erfitt getur verið að átta sig á hverju munar.  

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Fái kjarnahugmyndir Agile útskýrðar með áherslu á hversdagslegt tungumál og dæmi sem auðvelt er að tengja við
  • Geti tjáð sig af öryggi og auðveldlega um kosti og galla Agile við sína viðmælendur
  • Öðlist skilning og dómgreind til að átta sig á því hvort Agile nálgun er sú rétta fyrir þig

Fyrir hverja?

Fólk í leiðtoga og stjórnendastöðum, verkefnastjóra, fólk í vöruþróun, markaðssetningu, sölu og alla þá sem vilja öðlast skilning á hvernig hægt er að vinna með strategíu, tækla vandamál, finna lausnir, þróa vörur, og skapa raunverulegt virði fyrir viðskiptavini og notendur í umhverfi þar sem hraðinn og flækjustigið eykst stöðugt, þar sem einfaldari lausnir eru hættar að skila árangri.