Textaskrif fyrir vefsíður til að ná árangri á Google

Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24

Við setjum upp vefsíður til að fólk geti nálgast upplýsingar og jafnvel framkvæmt ýmsar aðgerðir. Til að setja upplýsingarnar fram á sem bestan máta er nauðsynlegt að skilja notendur okkar; hvaða fólk notar vefsíðuna, til hvers og af hverju? Ennfremur að hafa í huga þá þætti sem skipta máli fyrir Google og leitarvélabestun. Þá getum við hafist handa að skrifa texta, með okkar rödd og tón, á sem auðskiljanlegastan hátt.

Berglind Ósk er notendamiðaður textasmiður sem leiðir okkur í gegnum bestu leiðir til að skrifa góðan texta fyrir vefinn.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • skilji hvað notendamiðuð textasmíði er og viti hver algengustu mistök við textaskrif á vefnum eru oftast
  • öðlist skilning á hvernig maður skilgreinir rödd og tón er kemur að skrifum

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • skilji hvað notendamiðuð textasmíði er og viti hver algengustu mistök við textaskrif á vefnum eru oftast
  • öðlist skilning á hvernig maður skilgreinir rödd og tón er kemur að skrifum
  • þekki hvað efnisleiðarvísir er þegar skrif eru framkvæmd og læri helstu ráð fyrir frágang á texta fyrir vefinn



Fyrir hverja?
Námskeiðið gagnast öllum sem þurfa að skrifa texta sem birtist á vefnum eða koma á einhvern hátt að efni sem birtist á vef.