Teymi - þróun og árangur
Útgáfudagur: 04/10/22
Síðast uppfært: 21/09/24
Teymi eru mjög mikilvæg hvort sem er í leik eða starfi. Hlutverk og notkun teyma í starfsemi fyrirtækja hefur aukist jafnt og þétt og algengt að sjá skipulag fyrirtækja byggt á þverfaglegum teymum frekar en hefðbundnu deildar- eða starfaskipulagi. Þess vegna er mikilvægt að skilja hvernig hægt er að efla teymi innan fyrirtækja til þess að auka bæði skilvirkni þeirra og markvirkni.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- fái innsýn inn í það hvað teymi eru og hvernig þau eru skilgreind samkvæmt nokkrum kenningum
- öðlist skilning á því hvernig þróunarkenning teyma hefur breyst í gegnum tíðina
- skilji muninn á einsleitum og fjölbreyttum teymum á vinnustað
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem þurfa að vinna í teymisvinnu og sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ætla að stýra teymisvinnu í framtíðinni. Námskeiðið er nauðsynlegt fyrir alla þá sem eru í stjórnunarhlutverkum til þess að skilja hvernig má ná sem mestum árangri með skilvirkum og markvirkum teymum.