Þjónustusprettur
Útgáfudagur: 04/03/24
Síðast uppfært: 22/01/25
Þjónustusprettur er ný nálgun af námskeiði sem samanstendur af tveimur námskeiðum og nokkrum gagnvirkum æfingum sem unnar eru með aðstoð gervigreindar. Námskeiðin eru Grunnur að góðri þjónustu og Erfiðir viðskiptavinir. Gagnvirku æfingarnar eru til þess gerðar að koma með raunveruleg dæmi með raunverulegum svarmöguleikum og gætu þannig hjálpað til við að setja sig í spor þjónustuaðila sem fæst við mismunandi viðskiptavini í mismunandi aðstæðum. Hvað einkennir góða þjónustu og hvað gæti komið upp á í samskiptum við viðskiptavini?
Fyrir hverja?
Alla þá sem sinna þjónustu á einhvern hátt og eiga í samskiptum við viðskiptavini og vilja leggja sig fram um að veita góða þjónustu.