Tilfinningagreind, starfsfólk og stjórnendur
Útgáfudagur: 11/06/24
Síðast uppfært: 21/09/24
Tilfinningagreind (EQ) er í dag ein eftirsóknarverðasta leiðtogahæfnin. EQ hjálpar þér að byggja upp árangursrík teymi, halda streitu í lágmarki og að eiga í góðu samstarfi við aðra. Að skapa öruggt lærdómsumhverfi sem gerir starfsfólki kleift að blómstra og ná hámarksárangri. Í þessu námskeiði mun Aðalheiður leiða þig í sannleikann um hvað tilfinningagreind er og hvers vegna hún er okkur svona mikilvæg. Ferðalagið hefst á því að skoða hvað liggur á bak við tilfinningaviðbrögð okkar, áður en kafað er ofan í 4 stoðir tilfinningagreindar og verkfæri sett fram til þess að hefja þjálfun hennar. Í þessu námskeiði höldum við okkur ekki á yfirborðinu, heldur förum alla leið niður að rótinni. Hefur þú hugrekki til þess að horfa í spegilinn?
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- viti hvað tilfinningagreind er og hvað það er sem liggur á bakvið tilfinningar
- viti kosti þess að þekkja eigin sjálfsvitund, sjálfsstjórnun og félagsvitund
- þekki inn á tengslastjórnun og viti mikilvægi þess að sýna sjálfum sér mildi í daglegu lífi
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem eru forvitnir um hugtakið tilfinningagreind og hvaða áhrif hún hefur á okkar sjálfsmynd og samskipti við aðra. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi tilfinningagreindar fyrir stjórnendur sem bera ábyrgð á fyrirtækjamenningu og velferð starfsfólks.