Tímastjórnun og skipulag funda
Útgáfudagur: 27/09/22
Síðast uppfært: 21/03/25
Lærðu einfalda tímastjórnun og hvernig á að skipuleggja árangursríka fundi.
Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja.
Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.
Námskeiðið er tvískipt. Í fyrri hlutanum er farið yfir helstu aðferðir til að skipuleggja tímann þannig að stjórnendur og starfsmenn nái bæði að hámarka afköst og skapa jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Í seinni hlutanum er farið yfir af hverju fundir eru óskilvirkir og hvernig má ná miklu meiri árangri með fundum með því að forgangsraða fundum og skipuleggja.
Námskeiðið tekur á nokkrum helstu mýtum í sambandi við tímastjórnun og skipulagningu funda.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
öðlist innsýn inn í tilgang þess að skipuleggja sig vel og virða tíma allra, hvernig er hægt að stjórna því og best að undirbúa slíkt á vinnustað
fái innsýn í fókus og dagskrá funda og hvernig má nýta vinnutímann sem best
læri skipulögð vinnubrögð og hvernig hann getur nýtt sér dagatalið sem tímastjórnunartæki og hvernig hægt er að ná sem bestri markvirkni með því að gera réttu hlutina
Fyrir hverja?
Stjórnendur og starfsmenn sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að nýta tímann sem best og ná meiri árangri með fundum.