Vinnuvernd 101
Útgáfudagur: 14/03/25
Síðast uppfært: 29/03/25
Um hvað er námskeiðið?
Vinnuvernd 101 fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Það miðar að því að fræða starfsfólk, stjórnendur og sérfræðinga um mikilvægi öryggis á vinnustað. Markmiðið er að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita þekkingu og leiðbeiningar um besta framkvæmd öryggisráðstafana.
Námskeiðið inniheldur fræðslu um vinnuverndarstarfið, fjallað er um áhættumat, skráningu og tilkynningu vinnuslysa, helstu forvarnir vegna vinnuslysa, sálfélagslegt vinnuumhverfi-einelti og áreitni og líkamlegt álag-hávaða, loftræstingu og fleira.
Fyrir hverja?
Vinnuverndarnámskeið eru mikilvæg fyrir alla sem vilja auka öryggi á vinnustað og læra um hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys og bæta vinnuumhverfi.