Leiðbeinendur
Ágúst Björnsson
Ágúst Björnsson, stofnandi Stragile, nú ST2, er menntaður í upplýsingatækni og viðskiptafræði og hefur unnið við ráðgjöf, hugbúnaðargerð, innleiðingar og útgáfu hugbúnaðar í 25 ár.
Lengstan tímann hefur Ágúst starfað erlendis með sumum af þekktustu fyrirtækjum heims, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, svo sem þróunardeild Microsoft í Seattle, þar sem hann stjórnaði svokölluðu FastTrack teymi sem sér um móttöku (onboarding) allra viðskiptavina inn í skýjalausnir Dynamics 365.
ST2 þjónustar öflugan hóp fyrirtækja við gagnagreind og allt sem kemur að Microsoft Power Platform, á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Evrópu.