Leiðbeinendur
Anna Dóra Frostadóttir
Anna Dóra Frostadóttir er sérfræðingur í klínískri sálfræði, félagsráðgjafi og núvitundarleiðbeinandi. Hún vinnur sem framkvæmdastjóri og sálfræðingur á Núvitundarsetrinu.
Anna Dóra lauk mastersgráðu í klínískri sálfræði við Macquarie-háskólann í Sydney í Ástralíu, árið 2005 og mastersgráðu í núvitund við Bangor-háskólann í Wales, UK, árið 2016.
Anna Dóra hefur unnið sem sálfræðingur í Ástralíu, Bretlandi og á Íslandi, meðal annars á geðdeildum Landspítalans og á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar.
Helstu verkefni Önnu Dóru á Núvitundarsetrinu eru klínísk einstaklingsmeðferð og hópnámskeið. Samhliða því hefur hún sinnt kennslu í núvitund á háskólastigi, handleiðslu fagfólks og nema í núvitund, tekið þátt í rannsóknarvinnu og haldið fjölda námskeiða í núvitund og samkennd fyrir klíníska hópa, fagaðila, almenning og starfsmenn fyrirtækja.