Leiðbeinendur
Brynjólfur Borgar Jónsson
Brynjólfur Borgar Jónsson er stofnandi tækni- og ráðgjafarfyrirtækisins DataLab Ísland, sem sérhæfir sig í þróun og innleiðingu gagnadrifinna lausna í starfsemi íslenskra fyrirtækja og stofnana.
Brynjólfur er með MSc í tölfræði og aðgerðarannsóknum og BA í sálfræði. Hann hefur rúmlega tveggja áratuga reynsla af þróun gagnadrifinna lausna og ráðgjöf á því sviði, á Íslandi og í Englandi, sem starfsmaður meðal annars hjá Marel og Landsbankanum og sem ráðgjafi meðal annars hjá tryggingafélögum, fjarskiptafyrirtækjum, fjölmiðlum, verslunum, olíufélögum, iðnfyrirtækjum, opinberum stofnunum, veitingastöðum og flugfélögum.
Brynjólfur talar oft og mikið um gagnavísindi og gervigreind í fjölmiðlum, á ráðstefnum, mannamótum og vinnustöðum.
Hægt er að nálgast skrif Brynjólfs um efnið á medium.com/@binniborgar.