Leiðbeinendur
Edda Björgvinsdóttir
Edda Björgvinsdóttir heldur námskeið og fyrirlestra um húmor, gleði, hamingju, seiglu, jákvæðni, styrkleika, tjáningu með tækni leikarans og ótalmargt fleira. Edda Björgvinsdóttir er með MA í Menningarstjórnun og skrifaði Masters ritgerð sína um Húmor í stjórnun. Einnig er Edda með MA-diplómu í jákvæðri sálfræði og með réttindi til að vinna með og túlka styrkleikaprófið R2 Strengths profiler frá CAPP. Edda er þjóðþekkt leikkona og hefur verið vinsæll fyrirlesari í áratugi.