Til baka

Leiðbeinendur

Edda Björgvinsdóttir

Edda Björgvinsdóttir

Edda Björgvinsdóttir heldur námskeið og fyrirlestra um húmor, gleði, hamingju, seiglu, jákvæðni, styrkleika, tjáningu með tækni leikarans og ótalmargt fleira. Edda Björgvinsdóttir er með MA í Menningarstjórnun og skrifaði Masters ritgerð sína um Húmor í stjórnun. Einnig er Edda með MA-diplómu í jákvæðri sálfræði og með réttindi til að vinna með og túlka styrkleikaprófið R2 Strengths profiler frá CAPP. Edda er þjóðþekkt leikkona og hefur verið vinsæll fyrirlesari í áratugi.