Til baka

Leiðbeinendur

Eva Karen Þórðardóttir

Eva Karen Þórðardóttir

Eva Karen Þórðardóttir er stofnandi og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Effect ehf. þar sem hún hefur meðal annars starfað sem fræðslustjóri að láni í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi. Eva hefur unnið sem stjórnandi í sínum eigin fyrirtækjum en einnig hjá öðrum. Hún hefur komið að ýmsum verkefnum fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem ráðgjafi og unnið mikið í stjórnendaþjálfun á Íslandi.
Eva er lærður kennari frá Kennaraháskóla Íslands, lauk námi í forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst og lauk svo MBA prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2019. Eva Karen er einnig ACC vottaður markþjálfi.