Leiðbeinendur
Lára Herborg Ólafsdóttir
Lára Herborg Ólafsdóttir er lögmaður og meðeigandi á LEX lögmannsstofu. Hún lauk LL.M. gráðu í tæknirétti frá UC Berkeley í Bandaríkjunum vorið 2018.
Lára starfaði um skeið á tækni- og hugverkaréttardeild alþjóðlegrar lögmannsstofu í Lúxemborg.
Hún hefur komið að ráðgjöf á sviði persónuverndar um árabil.
Lára hefur sinnt margvíslegum verkefnum á sviði hugverka- og tækniréttar, þar með skrifað greinar og haldið fjölmarga fyrirlestra bæði hér á landi sem og erlendis og sinnt stundakennslu við lagadeild Háskólans í Reykjavík í tækni- og tölvurétti.