Til baka

Leiðbeinendur

Margrét Lena Kristensen

Margrét Lena Kristensen

Margrét Lena Kristensen hefur notað Canva í mörg ár og hannað bæði rafrænt efni og efni til útprentunar s.s. markaðs-, sölu- og kynningarefni, ársskýrslur o.fl. fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Margrét er með meistaragráðu á sviði líf- og læknavísinda en hefur sérhæft sig í verkefnastjórnun og í skapandi lausnum. Margrét Lena hefur gegnt hlutverki verkefnastjóra Hugvita - Nýsköpunarseturs Hafnarfjarðar frá stofnun þess, þróað starfsemina og haldið utan um rekstur þess en þar hefur Canva nýst vel í fjölbreyttum og ólíkum verkefnum. Canva er einstaklega notendavænt hönnunarforrit eins og kemur fram á námskeiðum Margrétar og mælir hún eindregið með forritinu fyrir þá sem vilja nýta sköpunarkraft sinn og koma hugmyndum sínum í farveg en ekki síður fyrir innri og ytri starfsemi fyrirtækja.