Til baka

Leiðbeinendur

Ólöf Erla Einarsdóttir

Ólöf Erla Einarsdóttir

Ólöf Erla Einarsdóttir útskrifaðist frá LHÍ árið 2002 með BA gráðu sem grafískur hönnuður. Skömmu síðar hóf hún störf hjá RÚV, þar sem hún starfaði í 11 ár við hönnun og grafík, bæði fyrir vef og sjónvarp.
Samhliða því hefur Ólöf Erla starfað náið með mörgum af ástkærustu listamönnum þjóðarinnar við hönnun og vinnslu á hljómplötum, plakötum, myndböndum, auglýsingum og fleira.
Þegar Ólöf Erla sagði skilið við RÚV lá leið hennar til 365 og þaðan í markaðsdeild NOVA, áður en hún stofnaði fyrirtækið SVART og fór að starfa alfarið á eigin vegum.