Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, bendir á að aldur fólks sé sífellt að hækka en hæfni til starfs geti úrelst á 5 árum samanber rannsóknir á því sviði. „Ofan á það bætist að fyrsti einstaklingurinn sem verður 150 ára er nú þegar fæddur, samkvæmt Harvard Medical School. Þörfin fyrir stöðugri endurmenntun er því augljós, ekki aðeins til þess að vaxa í starfi heldur einnig til að mæta stöðugum breytingum í starfsumhverfi fyrirtækja og á vinnumarkaðnum almennt,“ segir Guðmundur.
„Þegar fólk eldist verður hins vegar minna svigrúm til náms. Fjölskylduábyrgð og önnur verkefni sem lífinu fylgja gera það að verkum að nám eftir vinnu er ekki endilega raunhæfur möguleiki. Eftir fertugt verður jafnframt erfitt að setjast á skólabekk aftur í hefðbundnu námi, bæði þar sem dagskóli kallar á mikla fjarveru frá vinnu og ekki síður vegna þess að mörgum þykir erfitt að setjast á skólabekk með mun yngri nemendum,“ segir Guðmundur enn fremur.
„Í nágrannalöndum okkar eru vinnuveitendur löngu búnir að átta sig á því að til að viðhalda samkeppnisforskoti verða þeir að eiga frumkvæðið að fræðslu starfsfólks, gera símenntun að sjálfsögðum hlut í starfi og menningu fyrirtækisins. Akademias er leiðandi fyrirtæki hér á landi í að klæðskerasníða hagkvæm verkfæri fyrir stöðuga fræðslu starfsfólks.
Fjölbreytt úrval námskeiða
Fræðslusafn Akademias er þjónusta sem gefur vinnustöðum aðgang að yfir 100 rafrænum námskeiðum sem þeir fá inn í sín kennslukerfi eða aðgang fyrir allt starfsfólk í kennslukerfi Akademias. Fjölmargir vinnustaðir nýta sér þjónustu Akademias og í dag telja „nemendur“ hátt í 30.000. Kennararnir eru helstu sérfræðingar á Íslandi á sínu sviði og leiðtogar úr atvinnulífinu. Í byrjun sumars hófst textun námsefnisins á ensku, pólsku, víetnömsku og fleiri tungumálum, en yfir 100 önnur tungumál eru í boði eftir óskum,“ greinir Guðmundur frá og bætir við að þjónustan sé í áskrift með árgjaldi sem gefur starfsfólki aðgang að öllu námsefni á samningstímanum. „Starfsfólkið getur því nýtt sér námsefnið hvar og hvenær sem er og eins oft og það kýs,“ upplýsir hann.
Í hverjum mánuði bætast námskeið við safnið hjá Akademias. „Núna í október erum við til að mynda með sjö ný námskeið. Samningar Akademias við kennslukerfi eins og Eloomi, LearnCove, Teachable og fleiri gera okkur kleift að senda námsefnið beint inn í kerfi viðskiptavina, enginn þarf því að hlaða inn námskeiðum sjálfur. Sem dæmi tekur aðeins um 4 klukkustundir að senda viðskiptavini öll 100 námskeið Akademias en í framhaldi birtast ný námskeið sjálfkrafa í kerfum viðskiptavina í hverjum mánuði. Þá erum við ávallt í samtali við viðskiptavini um það hvaða áskorunum og tækifærum þeir standa frammi fyrir og þá hvaða námsefni þeir vilja sjá bætast við safnið. Ef námskeiðið fellur vel að safninu þá framleiðir Akademias námsefnið á sinn kostnað og allir viðskiptavinir fá námskeiðið innifalið í þjónustunni.
Rafræn námskeið Akademias eru fyrir framlínu, skrifstofu og stjórnendur og eru í sex flokkum:
- Leiðtogar, samskipti og teymi
- Þjónusta, sala og markaðssetning
- Heilsuefling
- Hugbúnaður og upplýsingatækni
- Vinnuvernd: Jafnrétti, sjálfbærni og réttindi
- Annað
Notkunartilefnin eru þrjú:
- Fræðsla fyrir starfsfólk meðfram vinnu. Að leysa Pivot töflu í Excel og geta náð í öflugt námsefni til að komast áfram. Eða stýra teymi til þess að ná meiri árangri í sölu.
- Fræðsla sem yfirmenn láta starfsmann fara í gegnum til að bæta sig þar sem pottur er brotinn.
- Sprettir, þar sem sett eru saman námskeið, eða kaflar úr námskeiðum, svo úr verði lærdómsferli fyrir einstaklinga eða hópa sem taka á raunverulegum áskorunum og tækifærum vinnustaða. Akademias er stöðugt að setja saman nýja spretti og aðstoðar viðskiptavini við að ná árangri með þeim.
Sem dæmi:
- JafnvægisSprettur til að koma í veg fyrir streitu og kulnun.
- StjórnendaSprettur til að efla stjórnendur í samskiptum og þjálfun starfsfólks.
- SöluSprettur til að auka árangur söluteyma.
- TækniSprettur til að auka framleiðni starfsfólks í vinnu með Microsoft-hugbúnaðarlausnum og margt fleira.
Akademias aðstoðar viðskiptavini að fá styrki fyrir þjónustunni, allt að 90% af verði. Þjónustan er langhagkvæmasta lausnin fyrir vinnustaði til að bjóða starfsfólki aðgang að stórum skóla, fullum af hagnýtu námsefni sem er stöðugt að þróast. En jafnframt til að geta reglulega verið að setja saman spretti til að mæta sérstökum þörfum einstaklinga eða hópa.
Í vinnunni
Allir vinnustaðir þurfa að hjálpa starfsfólki með stöðugri endurmenntun. Heimurinn breytist á ógnarhraða.
Akademias hjálpar hátt í hundrað vinnustöðum að setja mun meiri kraft í fræðslumálin með aðgangi að yfir 100 rafrænum námskeiðum sem vinnustaðir geta fengið inn í sín kennslukerfi, eða aðgang fyrir alla starfsmenn með kennslukerfi Akademias.
Áfangarnir
Vinnuveitendur ættu að vera með sinn eigin skóla, fullan af námskeiðum og kennslulausnum, svo þeir geti á hagkvæman og áhrifaríkan hátt verið stöðugt að efla mannauðinn fyrir tækifæri framtíðarinnar.
Nánar má kynna sér námsefnið á heimasíðunni akademias.is
https://www.frettabladid.is/kynningar/a-efla-mannauinn-me-asto-akademias/