Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogar framtíðarinnar

Námskeiðið Leiðtogar framtíðarinnar er hannað fyrir þá sem eru að taka að sér stjórnendastöður eða ætla að taka að sér forystuhlutverk í framtíðinni. Námið snýst um að skapa þekkingu, færni og leikni til þess að stýra fyrirtækjum, félögum og stofnunum. Lögð er áhersla á að framtíðarstjórnendur skilji vel hvernig stjórnendur þeir eru og við hvaða aðstæður þeir geta haft áhrif á árangur. Sérstök áhersla er lögð á mannlega þáttinn og að stjórnendur framtíðarinnar geti byggt upp viðeigandi menningu. Einnig er farið yfir aðferðafræði, lærdómsskilning og markmiðasetningu sem hjálpar stjórnendum að skapa kvika færni til árangurs. 

Leiðbeinendur námsins eru um 10 talsins og eru sérfræðingar í stjórnun og fólk sem hefur vakið athygli í stjórnunarstöðum. Hver áfangi hefur á bilinu 2 – 3 leiðbeinendur sem segja frá eigin reynslu og raundæmum. Umsjónarmaður er Dr. Eyþór Ívar Jónsson, hjá Akademias sem hefur leitt stjórnendaþjálfun í mörgun löndum og er jafnframt forseti Akademias og skipuleggur miniMBA og Leiðtoganám Akademias.

Aðferðafræðin byggir á stuttum hópverkefnum, fyrirlestrum og samtölum sérfræðinga. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, lausn vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.

Leiðbeinendur á síðasta námskeiði:

  1. Ari Fenger - forstjóri 1912
  2. Gréta María Grétarsdóttir - forstjóri Heimkaupa
  3. Gunnur Líf Gunnarsdóttir - forstjóri Samkaupa
  4. Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir - forstjóri Vaðar
  5. Hermann Guðmundsson - Forstjóri Kemif
  6. Ásdís Eir Símonardóttir - mannauðssérfræðingur
  7. Eyþór Ívar Jónsson – Forseti Akademias

+ fleiri innlendir eða erlendir fyrirlesarar með dæmisögur.

Áfangar:

  1. Stjórnendur og hæfni til framtíðar
  2. Að byggja upp rétta teymið
  3. Stefna, skipulag og markmið
  4. Menning og félagsfærni
  5. Lærdómur og kvik hæfni
  6. Verðmætasköpun og árangur

HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Námskeiðið hefst 9. október 2024   Kennt á miðvikudögum 13:00 - 16:00 og fimmtudögum 9:00 - 12:00 í þrjár vikur eða til. 24. október.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Hópverkefni í tímum og lokaverkefni sem byggir á raunhæfu verkefni sem tengist vinnu eða áhugamáli nemenda (einstaklingsverkefni)

Námsgjald:  269.000 kr. 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

Nýtt: Þetta námskeið er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA nám Akademias er hannað fyrir  metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum áföngum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

 

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund  við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með  Akademias Executive MBA náminu.

 

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson