Lýsing námskeiðs og skráning

Leiðtogi í leikjafræði í viðskiptum

Að verjast árásum og óheilbrigðri samkeppni

Viðskiptaheimurinn er að taka sífelldum breytingum og er orðinn leikvöllur þar sem fyrirtæki og leiðtogar þurfa að taka stefnumótandi ákvarðanir í umhverfi þar sem bæði sanngjörn samkeppni og óheilbrigðir viðskiptahættir geta verið til staðar. Með því að nýta leikjafræði er hægt að greina hegðun keppinauta, bregðast við árásum og skapa sér tækifæri í samkeppni.

Á þessu námskeiði læra þátttakendur hvernig þeir geta varið sig gegn óheilbrigðri samkeppni, mögulegu einelti í viðskiptum og markvissum árásum á orðspor eða markaðsstöðu. Jafnframt verður farið í hvernig hægt er að snúa vörn í sókn með því að nýta leikjafræðilegar aðferðir í viðskiptastefnu, samningaviðræðum og krísustjórnun.

Markmið námskeiðsins

  • Kenna hvernig leikjafræði nýtist til að greina og bregðast við viðskiptalegum áskorunum
  • Efla færni í að verjast árásargjarnri samkeppni og viðskiptalegum þrýstingi
  • Auka hæfni í samningatækni og ákvarðanatöku í erfiðum aðstæðum
  • Skilja hvernig keppinautar hugsa og hvernig hægt er að nýta það sér í hag
  • Byggja upp sterka stöðu í samkeppni með stefnumótandi ákvörðunum

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið hentar stjórnendum, frumkvöðlum, viðskiptaeigendum, samningamönnum og sérfræðingum sem vilja efla hæfni sína í stefnumótun, samkeppnisgreiningu og viðbrögðum við áskorunum í viðskiptum.

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið hefst 5. maí 2025 og er kennt á mánudögum og þriðjudögum 16:30 – 19:30 í þrjár vikur.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námskeiðið er  18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.

Námsmat: Einstaklingsverkefni.

Námskeiðagjald: 269.000 

Fyrir nánari upplýsingar um námskeiðið hafið samband við Þórarinn Hjálmarsson hjá Akademias.

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson