Leiðtoginn
Leiðtogi í stofnun og rekstri fyrirtækis
Nýtt námskeið - Hefst 1.september
Tryggðu þér sæti með 20% afslætti með kóðanum páskar2025
Fáðu verkfærin til að stofna og reka þitt eigið fyrirtæki
Að hefja eigin rekstur er bæði spennandi og krefjandi verkefni – og mikilvægt að vera vel undirbúinn. Á þessu hagnýta og yfirgripsmikla námskeiði fá þátttakendur þau verkfæri, innsýn og sjálfstraust sem þarf til að taka fyrstu skrefin í eigin rekstri og leiða fyrirtæki áfram með öryggi og festu.
Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggja á stofnun fyrirtækis, óháð því hvort um sé að ræða iðnaðarmenn, frumkvöðla, fagfólk með sérhæfða þjónustu eða aðra sem vilja hasla sér völl sem sjálfstæðir atvinnurekendur.
Farið er í öll helstu skref stofnunar fyrirtækis, þar á meðal val á félagaformi, skráningu, gerð einfaldrar viðskiptaáætlunar, fjármál, bókhald og skattamál. Einnig eru teknir fyrir þeir þættir sem skipta sköpum í daglegum rekstri, svo sem tímastjórnun, þjónusta og markaðssetning. Markmiðið er að þátttakendur geti tekið upplýstar ákvarðanir og hrint hugmyndum sínum í framkvæmd á traustum grunni.
Námsþættir
Kennarar
Umsjónarmaður námskeiðsins er Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is
Fyrirkomulag og staðsetning
Námsmat
Þátttakendur vinna einstaklingsverkefni þar sem þeir beita þeirri þekkingu og þeim verkfærum sem kennd eru í námskeiðinu.
Innifalið í námskeiðinu:
Auk námskeiðsins fylgja með rafræn námskeið sem styðja við nemendur í námskeiðinu.
Hagnýtar upplýsingar:
Námið er í boði sem staðnám eða fjarnám eða sem blönduð námsleið.
Námskeiðið hefst mánudaginn 1. september. Kennt er á mánudögum 17:00-20:00 og á miðvikudögum 17:00-20:00 í 3 vikur.
Námsmat: Einstaklingsverkefni
Námskeiðagjald: 269.000 kr.
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Ingvar Haraldsson
Jón Sigurðsson
Páll Kr. Pálsson
Þórarinn Hjálmarsson