Leiðtoginn
Leiðtogi í Viðburðastjórnun og upplifunarhönnun
Hefst 30. október 2024
Lögð er áhersla á hvernig hægt er að skapa eftirminnilega og minnistæða upplifun af viðburðum, stöðum/svæðum, þjónustu og rýmum. Ennfremur er lögð áhersla á bæði stór verkefni og smá, fyrir fyrirtæki, stofnanir og fagfélög, sveitarfélög og hið opinbera, innlend jafnt sem erlend.
Aðferðafræðin byggir á stuttum hönnunarsprettum, fyrirlestrum og samtölum við sérfræðinga innlenda og erlenda. Aðferðafræðin leggur áherslu á samskiptahæfni, úrlausnir vandamála og greiningu tækifæra, gagnrýna- og skapandi hugsun.
Útgangspunktur námskeiðsins er upplifunarhagkerfið og mun Joseph Pine, höfundur hugtaksins og bókarinnar The Experience Economy, opna námskeiðið og gefa tóninn.
Umsjón námsins er í höndum Eyþór Ívar Jónsson, Vice President fyrir ráðstefnur hjá European Academy of Management og forseti Akademias .
Leiðbeinendur námsins eru sérfræðingar í að hanna, skipuleggja og stýra upplifun. Einn til tveir leiðbeinendur halda utan um hvern áfanga sem byggja á reynslusögum og raundæmum.
Námskeiðið hefst 30. október og er kennt á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 9:00 – 12:00 fram til 14. nóvember 2024.
Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið.
Námskeiðið er 18 klst., þ.e. 6 áfangar, 3 klst. hver áfangi.
Námsmat: Hönnunarsprettir og lokaverkefni (einstaklings- eða hópverkefni).
Námskeiðagjald: 269.000
Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.
Dr. Eyþór Ívar Jónsson