Leiðtoginn og stjórnunarstílar

Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Nauðsynlegt er að hafa öfluga leiðtoga til að stýra starfi fyrirtækja, stofnana og jafnvel verkefnum. Auknar kröfur eru um að fólk sem er í stjórnendastöðum skilji að hlutverk leiðtogans getur verið mismunandi og að ólíkar aðstæður geta kallað á ólíka stjórnunarstíla. Árangursrík fyrirtæki þurfa leiðtoga sem geta leitt breytingar eða tryggt að fólk nái saman og geti skapað árangur saman.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • geti greint á milli stjórnanda og leiðtoga, skilji helstu áherslur ólíkra stjórnunarkenninga og þekki hver er tilgangur leiðtogans
  • skilji þegar fjallað er um ólíkar grímur leiðtogans og um leið ólíka stjórnunarstíla í mismunandi aðstæðum og þekki loks þær áherslur sem stjórnandinn verður að leggja til að ramma inn starfið 

     

Fyrir hverja?

Leiðtoginn og stjórnunarstílar er fyrir alla þá sem eru í stjórnunarhlutverki eða vinna náið með stjórnendum. Það hefur sýnt sig að skilningur á stjórnunarkenningum og stjórnunarstílum er mjög mikilvægt fyrir alla sem vinna í teymum og að verkefnum. 

 

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.