Lýsing námskeiðs og skráning

Millistjórnandinn þú

Ert þú nýr millistjórnandi með mannaforráð? Langar þig að leiða teymið þitt af sjálfstrausti og geta brugðist við þeim þeim áskorunum sem fylgir því mannaforráðum?

Millistjórnandinn þú er nýtt vendinámskeið hjá Akademias sem samanstendur annar vegar af rafrænum fyrirlestrum og hins vegar vinnustofum sem haldnar eru með reglulegu millibili hjá Akademias þar sem unnið er með viðfangsefni fyrirlestranna. Hver vinnustofa er tæpar 2 klst. að lengd og er haldin í stað- og fjarnámi.

Námskeiðið er brotið niður í tvo hluta en hverjum hluta lýkur með viðeigandi vinnustofu. Innan hvers hluta eru svo fjölbreytt minni námskeið þar sem ákveðin viðfangsefni eru tekin fyrir, viðfangsefni eins og stjórnun verkefna, að takast á við ágreining, samskipti og tilfinningagreind.

Skipulag námsins:

  1. Leiðtoginn og teymið
  2. Stjórnun lykilverkefna og markmiðasetning OKR
  3. Að nýta aðferðafræði coaching
  4. Samskipti og samræður
  5. Að takast á við ágreining
  6. Vinnustofa
  7. Tilfinningagreind og hluttekning
  8. Meðvirkni á vinnustað
  9. Fordómar á vinnustaðnum
  10. Einelti á vinnustaðnum
  11. Vinnustofa

Vendinámskeiðið er 14klst og er inn í því 2x2klst vinnustofur sem þátttakendur fá aðgang að og geta bókað sig á en upplýsingar um næstu vinnustofu verða birtar í kennslukerfi námskeiðsins og upplýsingar sendar á þátttakendur.

Vinnustofur

Vinnustofur eru í stað- og fjarnámi á ákveðnum tíma en hver vinnustofa er 2 klst.

Hver vinnustofa er í boði 2 sinnum á ári, að hausti og vori. Í vinnustofunni er unnið með þau viðfangsefni sem farið er í hvorum hluta fyrir sig.

Verð: 159.000- (99.000 fyrir FVH meðlimi).

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson