Lýsing námskeiðs og skráning

miniMBA - Liðsheild og félagsleikni

Sterk liðsheild og góð samskipti – lykillinn að árangri

Árangursríkt fyrirtæki byggir á sterkri liðsheild og góðum samskiptum. Í þessu miniMBA námskeiði öðlast þátttakendur dýpri skilning á því hvernig teymi verða sterk, hvernig samskiptafærni skiptir sköpum og hvernig hægt er að byggja upp jákvæða menningu sem styður árangur.

Við förum yfir hvernig samskipti, tilfinningagreind og menning móta vinnustaði og hvernig leiðtogar geta virkjað mannauðinn til að hámarka frammistöðu. Námskeiðið er hagnýtt og byggir á raunverulegum dæmum, lifandi umræðum og sérfræðiaðferðum sem nýtast strax í starfi.

Markmið námskeiðsins

  • Að skilja hvernig menning og liðsheild hafa áhrif á árangur
  • Að læra aðferðir til að byggja upp og leiða teymi á árangursríkan hátt
  • Að tileinka sér hagnýta samskiptafærni og lausn ágreinings
  • Að nýta tilfinningagreind til að efla traust og samvinnu
  • Að læra hvernig endurgjöf og hvatning geta eflt frammistöðu

Helstu efnisþættir

  • Menning til árangurs
    • Hvernig skapar menning árangur?
    • Innleiðing á jákvæðri menningu
    • Áhrif góðrar og slæmrar menningar
    • Skipulag starfa og félagsauðs
      • Skipulag hæfni og árangurs
      • Hvatning sem aðferðafræði
      • Félagsauður fyrirtækja
      • Endurgjöf og lærdómur
    • Teymi og sigrar
      • Hvað einkennir árangursrík teymi?
      • Uppbygging á sterkum teymum
      • Að viðhalda teymisanda
    • Tilfinningagreind og tjáning
      • Mannleg samskipti á vinnustað
      • Jákvæð sálfræði og áhrif hennar
      • Tjáning og viðhorf í samskiptum
    • Fólk, ferli og tilgangur
      • Að finna rétta fólkið í réttar stöður
      • Breytingastjórnun og umbreytingar
      • Menning og árangursrík fyrirtæki

    Aðferðafræði

    Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, raunverulegum dæmum, hópverkefnum og samtölum við sérfræðinga. Þátttakendur fá tækifæri til að prófa aðferðir í öruggum aðstæðum og læra af reynslu leiðbeinenda sem hafa byggt upp árangursrík teymi í mismunandi fyrirtækjum og atvinnugreinum.

    Leiðbeinendur námskeiðsins eru 10-15 sérfræðingar í menningu fyrirtækja, teymisvinnu og samskiptum. Hver áfangi er kenndur af 2-5 sérfræðingum sem deila beinni reynslu úr atvinnulífinu.

    Fyrir hverja er námskeiðið?

    Námskeiðið er ætlað stjórnendum, mannauðsstjórum, verkefnastjórum og öllum sem vilja dýpka skilning sinn á samskiptum, liðsanda og því hvernig á að byggja upp sterka liðsheild. Það hentar þeim sem vilja bæta færni sína sem leiðtogar, efla teymisvinnu eða skapa betri menningu á vinnustað.

    Hagnýtar upplýsingar

    Kennslufyrirkomulag: Staðnám, fjarnám (í beinni eða með upptökum) eða blandað nám
    Kennslutímar: Þriðjudögum kl. 13:00-16:00 og miðvikudögum kl. 9:00-12:00
    Námskeið hefst: Þriðjudaginn 22. apríl kl. 13:00 og er kennt í 5 vikur.
    Námskeiði lýkur: Miðvikudaginn 21. maí
    Námsmat: Hópverkefni og heimapróf
    Verð: 319.000 kr.

    Styrkir og greiðslumöguleikar

    Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir allt að 90% af náminu í gegnum Starfsmenntunarsjóð. Fyrirtæki geta jafnframt fengið allt að 3.000.000 kr. í styrk árlega, óháð starfsmanni (sjá t.d. www.attin.is).

    Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is 

     

    Leiðbeinandi

    Dr. Eyþór Ívar Jónsson