miniMBA – Hagkerfi, viðskipti og framtíð vinnumarkaðarins
Skiljum hagkerfið í þátíð, nútíð og framtíð
Hvernig virkar hagkerfið í raun og veru? Hvaða öfl móta íslenskt og alþjóðlegt efnahagslíf? Hvernig hefur hegðun okkar áhrif á viðskipti, markaði og vinnumarkað framtíðarinnar? Þetta miniMBA námskeið veitir dýpri innsýn í efnahagsmál með hagnýtri nálgun og raunverulegum dæmum úr samtímanum. Nýr veruleiki stjórnmála og efnahagsmála verður sérstaklega skoðaður.
Námskeiðið tengir saman klassíska hagfræði, nýjustu kenningar um hvatahagfræði (Behavioural Economics) og þróun vinnumarkaðarins í síbreytilegum heimi. Þátttakendur læra að greina efnahagsleg áhrif ákvarðana, skilja hvernig alþjóðaviðskipti þróast og fá innsýn í hvernig fyrirtæki og einstaklingar geta brugðist við breytingum í hagkerfinu.
Markmið námskeiðsins
- Að öðlast djúpan skilning á íslenska og alþjóðlega hagkerfinu
- Að skilja hvernig hvatir og mannleg hegðun hafa áhrif á efnahagslíf og viðskipti
- Að greina framtíðaráskoranir og tækifæri í hagkerfinu og á vinnumarkaði
- Að læra að beita hagfræðilegri hugsun í stefnumótun og rekstri
- Að skilja áhrif tæknibreytinga, hnattvæðingar og sjálfvirkni á vinnumarkaðinn
Helstu efnisþættir
Íslenska hagkerfið og alþjóðleg tengsl
- Hvernig virkar íslenska hagkerfið?
- Sveiflur, verðbólga og peningastefna
- Alþjóðaviðskipti og áhrif þeirra á íslenskt atvinnulíf
Alþjóðlegar sveiflur í viðskiptum og pólitík
- Heimshagkerfið og alþjóðastofnanir
- Auðlindir, peningar og völd
- Gervigreindartækni og skilningur á hagkerfum
Hvatir, hegðun og efnahagsmál
- Hvatahagfræði (behavioral economics) – af hverju tökum við stundum órökréttar ákvarðanir?
- Hvatar og hegðun (nudge) í fjármálum, rekstri og neyslu
- Hagfræðileg nálgun í stefnumótun og viðskiptaákvörðunum
Vinnumarkaður framtíðarinnar
- Hvernig þróast vinnumarkaðurinn?
- Hvaða störf hverfa og hvaða störf verða til?
- Sjálfvirkni, gervigreind og áhrif þeirra á störf og laun
Efnahagsleg hugsun í rekstri og stefnumótun
- Hvernig geta fyrirtæki nýtt hagfræðilega hugsun til að bæta rekstur?
- Hagfræði og stafræn neysla í krafti gervigreindar
- Tengsl milli hagfræði, stjórnmála og samfélagsbreytinga
Aðferðafræði
Námskeiðið byggir á fyrirlestrum, raunverulegum dæmum, gagnagreiningu og lifandi umræðum. Þátttakendur taka þátt í hagnýtum verkefnum þar sem þeir setja kenningar í samhengi við raunverulegar aðstæður og fá innsýn í hvernig efnahagsleg hugsun nýtist í stjórnun, rekstri og stefnumótun.
Leiðbeinendur námskeiðsins eru sérfræðingar í hagfræði, alþjóðaviðskiptum, fjármálum og stefnumótun sem koma úr háskólasamfélaginu, stjórnsýslunni og atvinnulífinu.
Fyrir hverja er námskeiðið?
Námskeiðið er fyrir stjórnendur, sérfræðinga í rekstri, fjárfesta og alla sem vilja dýpka skilning sinn á hagkerfinu og framtíðaráskorunum í efnahagslífinu. Það hentar einnig þeim sem vilja læra að greina efnahagsleg áhrif ákvarðana og beita hagfræðilegri hugsun í stefnumótun og viðskiptaþróun.
Leiðbeinendur
Meðal leiðbeinenda á námskeiðinu eru:
- Dr. Eyjólfur Guðmundsson, f.v. rektor Háskólans á Akureyri
- Dr. Eyþór Ívar Jónsson, forseti Akademias
Hagnýtar upplýsingar
Kennslufyrirkomulag: Staðnám, fjarnám (í beinni eða með upptökum) eða blandað nám
Kennslutímar: Þriðjudaga kl. 13-16 og miðvikudaga kl. 9-12 í 5 vikur
Námskeið hefst: Þriðjudaginn 22. apríl kl. 13:00
Námskeiði lýkur: Miðvikudaginn 21. maí
Námsmat: Hópverkefni og heimapróf
Verð: 319.000 kr.
Styrkir og greiðslumöguleikar
Mörg stéttarfélög veita styrki fyrir allt að 90% af náminu í gegnum Starfsmenntunarsjóð. Fyrirtæki geta jafnframt fengið allt að 3.000.000 kr. í styrk árlega, óháð starfsmanni (sjá t.d. www.attin.is).
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is
Leiðbeinandi
Dr. Eyþór Ívar Jónsson