Lýsing námskeiðs og skráning

Skrá mig, Stafræni veitingaskólinn

Stafræni Veitingaskólinn

Rétt og fagleg vinnubrögð eru ávallt grunnforsenda góðrar þjónustu. Þau tryggja ánægju viðskiptavina hvort heldur sem um er að ræða kaffihús, skemmtistaði, veitinga- eða gistihús. Gott verklag lækkar kostnað, fækkar mistökum og hámarkar ávinning fyrirtækja óháð þjónustustigi.

Starfræni veitingaskólinn inniheldur stutt og hnitmiðuð fræðslumyndbönd þar sem farið er yfir verklag og verkfæri í skrefum. Hægt er að horfa á myndböndin eins oft og hverjum hentar þar til fullum tökum er náð.
Dæmi um þetta er afgreiðsla á borðvíni þar sem opnun borðvíns, smökkun, helling og eftirfylgni er sýnd í skrefum. Einnig rétt verklag við diskaburð, kynning á bakka sem verkfæri og yfirferð á helstu verkfærum, glösum og tegundum áfengra drykkja.  Með þessari framsetningu er aðgengilegt að æfa verklag og notkun verkfæra eins og hverjum hentar.

Efnið hentar öllum fyrirtækjum í veitingarekstri hvort sem starfsfólkið er að stíga sín fyrstu skref við afgreiðslu eða til að samræma verklag og þjónustuviðmið innan starfsmannahópsins.

Starfræni veitingaskólinn er afrakstur 18 mánaða samstarfs íslenskra fagmanna og Akademias. Hann  inniheldur mikið magn námsefnis sem aðlagað er að hverjum vinnustað í samræmi við þjónustustig. Völdu efni er miðlað til starfsfólks sem getur nálgast fræðsluna á aðgengilegan hátt í gegnum app í síma eða tölvu.  Stjórnendur geta samhliða séð þátttöku starfsfólks og þannig fylgt fræðslunni eftir.    

  • Fyrirtæki fá rafræna staðfestingu á viðeigandi fræðslu sem nýta má fyrir gæðamat og innra gæðastarf. Efnið tekur mið af kröfum Vakans.
  • Starfsfólk fær einnig diplómu til staðfestingar þegar þeir hafa lokið fræðslu.

Vinnustaðir velja þau námskeið sem henta starfsmannahópnum og við aðstoðum við að raða upp viðeigandi námskeiðum í þinn eigin Stafræna veitingaskóla.

Meðal námskeiða eru:

  • Starfið (13 kaflar, 59 mínútur):
    • Kunni afgreiðslu á borðvíni, hvernig taka skal á móti borðapöntun í veitingasal og hvernig við berum okkur að þegar við notum bakkann, bæði í sal og á bar
    • Geti farið með borðbúnað á réttan hátt og stillt upp, læri að halda á þremur diskum og hvernig diskar eru hreinsaðir frá gestum
    • Kynnist og læri að meðhöndla öll þau verkfæri sem notuð eru við framreiðslu á drykkjum. Kynnist og læri um helstu tegundir áfengis á bar og skrauti sem er notað ásamt því hvað ber að varast þegar við þjónum viðskiptavinum á veitingastað
  • Í Vinnunni (6 kaflar, 21 mínúta)
    • Ofbeldi á vinnustað: einelti, kynbundið áreiti, kynferðisleg áreitni
  • Landneminn sem er nýliðafræðsla inní íslenskt samfélag og vinnumarkaði fyrir erlent vinnuafl (8 kaflar, um 4 klst):  
    • Children and families (for immigrants) (Texti á ensku í boði)
    • Democracy and welfare society (for immigrants) (Texti á ensku í boð
    • Education & skills (for immigrants) (Texti á ensku í boði)
    • Employment (for immigrants) (Texti á ensku í boði)
    • Healthcare (for immigrants) (Texti á ensku í boði)
    • History geography & way of living (for immigrants) (Texti á ensku í boði)
    • New immigrant in iceland (for immigrants) (Texti á ensku í boði)

Hagnýtar upplýsingar:

Vinnustaðir kaupa aðgang að skólanum fyrir starfsfólkið sitt. Námið er í boði í gegnum app fyrir Android og Apple síma en jafnframt á vefnum fyrir tölvur.

Verð:

  • 1-10 leyfi í 12 mánuði. Verð 149.000 kr. (með fullri endurgreiðslu 14.900kr)
  • 11-15 leyfi í 12 mánuði. Verð 199.000 kr.  (með fullri endurgreiðslu 19.900kr)
  • 16-25 leyfi í 12 mánuði. Verð 249.000kr (með fullri endurgreiðslu 24.900kr)
  • 26+ leyfi. Hafðu samband og við gerum tilboð.

Verð miðast við 12 mánaða áskrift að völdu námsefni sem starfsfólk getur lært hvar og hvenær sem er og eins og oft og hverjum hentar.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

 

Skrá mig, Stafræni veitingaskólinn

 

Leiðbeinandi

María Dröfn Sigurðardóttir