Lýsing námskeiðs og skráning

Viðurkenndur stafrænn markaðssérfræðingur

Náðu forskoti í stafrænu markaðsstarfi með gagnadrifnum aðferðum

Stafræn markaðssetning og vöxtur fyrirtækja byggist í auknum mæli á gagnaöflun, sjálfvirknivæðingu og sérsniðnum aðferðum sem skapa skjótan og sjálfbæran árangur. Þetta metnaðarfulla námskeið hjá Akademias, í samstarfi við Datera, er hannað fyrir markaðsfólk, stjórnendur, frumkvöðla eða einstaklinga sem vilja læra hvernig nýta má growth hacking, gervigreind og stafrænar markaðsaðferðir til að ná meiri árangri.

Áhersla er lögð á aðferðir sem styðjast við gögn, mælingar og tilraunir til að hámarka árangur í markaðsstarfi. Þátttakendur læra að vinna með stafrænar auglýsingar, leitarvélabestun, samfélagsmiðla, CRM kerfi og tölvupóstmarkaðssetningu, ásamt því að tileinka sér notkun gervigreindar í markaðssetningu.

Hagnýt nálgun og nýjustu verkfærin
Námið er afar hagnýtt og byggir á nýjustu tólum og tækjum í stafrænni markaðssetningu. Þátttakendur fá innsýn í helstu stafrænu kerfin og læra hvernig þau nýtast til að hámarka vöxt fyrirtækja. Meðal annars verður farið í Google Ads, GA4, Google Data Studio, Semrush, Meta auglýsingakerfi og Canva.

Skipulag námsins

Námið spannar 10 vikur, með 60 klukkustunda kennslu, bæði í staðnámi og fjarnámi (í beinni eða með upptökum).

Vika 1: Inngangur og stefnumótun

  • Stafræn markaðsstefna
  • Markhópagreining og growth hacking
  • Hvernig framkvæmum við markaðsrannsóknir?

Vika 2: Canva og gerð markaðsefnis

  • Nýting Canva til að skapa samræmda ásýnd
  • Hönnun fyrir stafræna miðla

Vika 3: Meta

  • Auglýsingakerfi Meta (Facebook & Instagram)
  • Best practices og nýjustu straumar

Vika 4: Google Ads

  • Uppsetning, greining og bestun herferða
  • Leitarnet vs. Display herferðir

Vika 5: Árangursmælingar

  • GA4 og Google Tag Manager
  • Hvernig mælum við raunverulegan árangur?

Vika 6: Google Data Studio

  • Greining gagna og framsetning skýrslna
  • Notkun Google Data Studio í markaðsstarfi

Vika 7: Leitarvélabestun (SEO)

  • Hvernig tryggjum við betri sýnileika á Google?
  • Tól og tæki fyrir leitarvélabestun

Vika 8: Email markaðssetning og CRM

  • Markaðssetning með tölvupóstum
  • CRM kerfi fyrir B2B og B2C fyrirtæki

Vika 9: Samfélagsmiðlar oggervigreind 

  • Framsetning efnis á samfélagsmiðlum
  • Notkun gervigreindar í markaðssetningu

Vika 10: Yfirferð og lokaverkefni

  • Samantekt námskeiðsin
  • Vinnustofa fyrir lokaverkefni

Leiðbeinendur 

  • Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera
  • Þórarinn Hjálmarsson, forstöðumaður stjórnenda- og tæknifræðslu hjá Akademias
  • Margrét Lena Kristensen
  • Einar Þór Garðarsson

Meðal gestafyrirlesara sem hafa verið á fyrri námskeiðum:

  • Alexander Kostic – Síminn
  • Baldur Ólafsson – Bónus
  • Benedikt Rafn Rafnsson – Datera
  • Einar Ben – Bien
  • Eydís Sigrún Jónsdóttir – Kvartz Markaðsráðgjöf
  • Hildur Óskarsdóttir - Icelandair
  • Trausti Sigurður Hilmisson – VÍS

Hagnýtar upplýsingar:

  • Næsta námskeið hefst 18. ágúst 2025, síðustu námskeið hafa verið uppseld svo bókaðu þitt sæti sem fyrst til að missa ekki af.
  • Kennt verður mánudaga 13:00 - 16:00 og þriðjudaga 9:00 - 12:00 í 10 vikur.
  • Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23, fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 
  • Námið er um 60 klst., þ.e. 10 áfangar, 6 klst. hver áfangi + heimapróf.  
  • Námsmat: Verkefni og hópverkefni unnin í tíma og einstaklingslokaverkefni.
  • Verð: 389.000 kr.  
  • Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki (sjá t.d. www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum asdis@akademias.is

Allar nánari upplýsingar um námið gefur Þórarinn Hjálmarsson, thorarinn@akademias.is.

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.

 

Leiðbeinendur

Einar Þór Garðarsson

Margrét Lena Kristensen

Tryggvi Freyr Elínarson, þróunarstjóri og sérfræðingur tæknilausna Datera

Þórarinn Hjálmarsson

Akademias Executive MBA

Þetta nám er hluti af executive MBA námi Akademias.

Þetta nám er hluti af Akademias Executive MBA. Executive MBA námið er hannað fyrir metnaðarfullt fólk sem vill mennta sig fyrir tækifæri framtíðarinnar. Með því að raða saman nokkrum námum er hægt að tryggja sér Akademias Executive MBA gráðu, sjá nánar hér.

Smelltu hér ef þú vilt bóka stuttan fund við Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem hefur umsjón með Akademias Executive MBA náminu.