Áhættumat
Útgáfudagur: 21/02/25
Síðast uppfært: 28/03/25
Áhættumat er kerfisbundin athugun á vinnuaðstæðum til að finna hvort eitthvað í vinnuumhverfinu eða framkvæmd vinnunnar geti valdið heilsutjóni. Markmiðið er að koma auga á hættur og meta hugsanleg áhrif þeirra á öryggi og vellíðan starfsfólks.
Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi
- Viti hvað áhættumat er, hvernig það er notað og hvernig það er notað vel
- Skilji mikilvægi áhættumats í góðri öryggisstjórnun
Geti metið hvaða hættur eru til staðar, hverjar eru afleiðingar þeirra og geti stýrt þeim
Fyrir hverja?
Áhættumat þarf að gera fyrir alla atvinnustarfsemi, óháð starfsmannafjölda. Þetta á við um öll fyrirtæki og stofnanir, þar með talið bændur og einyrkja. Atvinnurekandi ber ábyrgð á gerð áhættumatsins, en öryggisnefndir og starfsmenn eiga einnig að taka þátt í ferlinu.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.