Education & skills (for immigrants)
Útgáfudagur: 13/03/23
Síðast uppfært: 20/09/24
Námskeiðið er hugsað fyrir erlenda einstaklinga sem flytjast til Íslands til skemmri eða lengri tíma og vilja kynna sér það helsta sem tengist menntun og hæfni í íslensku samfélagi.
Í námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í íslenskt skólakerfi og hvað það hefur upp á að bjóða. Farið er yfir öll skólastig íslensks samfélags og hlutverk þeirra. Farið er yfir rafræna kerfið Mentor sem heldur utan um það helsta sem tengist skólagöngu barna, til dæmis mætingu, fjarvistir og frammistöðu nemenda. Einnig er fjallað um mikilvægi móðurmáls hvers barns, samvinnu heimilis og skóla, hvað heyrir undir félagslíf barna ásamt því að fara yfir hvað það þýðir að vera erlendur stúdent í íslensku samfélagi.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað fyrir erlenda ríkisborgara sem setjast að á Íslandi og vilja kynna sér mikilvæg atriði sem tengjast íslenskri menntun og hæfni.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.