Framhjáhald og framhaldið

Útgáfudagur: 23/05/24
Síðast uppfært: 17/10/24

Framhjáhald er talin ástæða í að minnsta kosti helmingi sambandsslita para og hjóna. Skiptar skoðanir eru á hvað telst vera framhjáhald. Á meðan sumir telja það eingöngu eiga við þegar um kynlíf er að ræða, þá eru talsvert fleiri sem telja að það sé ekki forsenda þess að hægt sé að tala um framhjáhald og birtingamyndir þess margar. 

 

Á þessu námskeiði er fjallað ítarlega um framhjáhöld, hvað skilgreinir þau, hverjir eru líklegir til að halda framhjá og mögulegar ástæður framhjáhalda. Farið er yfir lykilatriði sem reynsla sambandsráðgjafa sýnir að mjög margir standa frammi fyrir í kjölfar framhjáhalds og rætt um ákveðin lykilatriði á beinskeyttan hátt. Sérstaklega er fjallað um algengar spurningar og svör, með það að markmiði að styðja og styrkja þá sem lenda í þessari erfiðu reynslu.

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla sem upplifað hafa ótrúnað í parsambandi. Námskeiðið er sérstaklega styrkjandi fyrir þolendur en á sama tíma eru upplýsingar námskeiðsins gagnlegar fyrir gerendur og aðstandendur þeirra sem verða fyrir þeirri erfiðu reynslu sem framhjáhöld eru.

Verð: 9.000 kr

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.