Framkoma

Útgáfudagur: 21/11/22
Síðast uppfært: 17/10/24

Öll þurfum við á einhverjum tíma að koma fram, hvort sem það eru kynningar í vinnu, stórir fyrirlestrar eða framkoma í fjölmiðlum. Framkomunámskeiðið er nytsamlegt fyrir alla sem vantar aðferðir til að efla framkomu. Farið er yfir æfingar og góð ráð. Framkomunámskeiðið er fyrir alla sem vilja verða betri í að koma fram af öryggi og efla sannfæringarkraft sinn, hvort sem er á vinnustaðnum eða fyrir fjölmiðla.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • geti nýtt sér góðan undirbúining og æfingar til þess að koma fram af meira öryggi
  • kynni sér grunn að góðu erindi, ræðu eða setja upp grunn að góðum glærum, hvaða ráð er gott að hafa í huga
  • fari yfir atriði sem þarf að huga að við greinarskrif, þegar farið er í blaðaviðtöl eða komið fram í fjölmiðlum
  • kunni nokkur mjög svo praktísk ráð sem geta undirstrikað góða framkomu og hvernig hægt er að fá áheyrendur eða horfendur með sér í ferðalagið


     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er nytsamlegt fyrir alla sem vilja verða betri í sinni framkomu, en vantar aðferðir til að koma fram af meira öryggi og með meiri sannfæringarkrafti, hvort sem er á vinnustaðnum eða í fjölmiðlum. Hentar sérstaklega vel stjórnendum og öðrum sem koma reglulega fram.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.