Lýsing námskeiðs og skráning

Hrós

Námskeiðið fjallar um mikilvægi þess hvernig hrós getur stuðlað að jákvæðari samskiptum og vellíðan hjá einstaklingum.  Af hverju eru hrós svona mikilvæg? Það er eiginleiki að geta hrósað sjálfum sér þegar við á. Farið er í leiðir til að kenna það hvernig hægt er að hrósa sér og öðrum. Gott er að æfa sig í að hrósa á hverjum degi. Auka þar með gleði og lífshamingju einstaklinga. 

Markmið námskeiðsins er m.a. 

  • Að læra leiðir til að hrósa einstaklingum og sjálfum sér sem gefur árangur
  • Að kunna að gefa hrós og að taka við hrósi á nákvæman hátt og horft sé í augu fólks af einlægni
  • að hrósa fyrir jákvæða eiginleika einstaklings og skiptir hann máli

     

Fyrir hverja?

Alla sem vilja nota jákvæð og uppbyggjandi samskipti og þjálfa sig í að gefa hrós þegar það á við til að efla styrk einstaklinga. 

Námskaflar og tími:

  • Hrós - 15 mínútur.

Heildarlengd: 15 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ragna Klara Magnúsdóttir

Ragna Klara Magnúsdóttir er menntuð grunnskólakennari og Dale Carnegie þjálfari. Hún hefur starfað við kennslu og þjálfun frá útskrift úr námi árið 2005. Hún er móðir 3 stráka á aldrinum 6-19 ára og virk í félagsstarfi tómstunda og íþrótta. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni í sínum störfum þar sem rík þörf er fyrir jákvæð og uppbyggjandi samskipti, virka hlustun og skýra framsögn. Síðastliðin fjögur ár hefur hún leitt sölusvið Dokobit á Íslandi ásamt því að sinna markaðsmálum og þjónustu. Í frítíma sínum hefur hún gaman af því vera með fjölskyldu og vinum, ferðast og stunda hreyfingu.