Lærðu að lesa launaseðilinn
Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Við útborgun launa á launamaður rétt á að fá í hendur sundurliðun launaútreiknings. Launaseðillinn er einnig kvittun til launamanns fyrir greiðslu skatts, lífeyrissjóðsiðgjalda og félagsgjalda til stéttarfélags. Ekkert eitt staðlað form er til fyrir launaseðla en í kjarasamningum koma fram leiðbeiningar um hvaða upplýsingar skuli vera á launaseðli. Í þessum fyrirlestri fer Oddur Birnir Pétursson, sérfræðingur á kjaramálasviði VR, yfir allt það helsta sem launamaður þarf að vita um launaseðilinn. Hvað á að koma fram, hvernig sundurliðun er oftast sett upp og hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum launaseðilinn.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- þekki almennar upplýsingar sem koma eiga fram á launaseðli
- þekki munurinn á sundurliðun þegar starfskraftur er á taxtalaunum og hinsvegar föstum mánaðarlaunum
- skilji þær leiðir sem eru í boði varðandi uppsöfnun orlofs og muninn á þeim
- viti hvað skiptir sérstöku máli að skoða í launaliðnum til að passa að þú sért að fá rétt laun og sjáir að allir frádráttarliðir eru sýndir og út frá hverju þeir eru reiknaðir
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja vita meira um launaseðla, læra að lesa þá og þekkja þá þætti sem eru mikilvægastir fyrir okkur öll að hafa á hreinu.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.