Mannauðsstjórnun og breytingar
Útgáfudagur: 27/09/22
Síðast uppfært: 20/09/24
Hvernig verður eiginlega þessi framtíð vinnu og hvernig þurfa dagleg störf stjórnenda að breytast til að styðja sem best við rekstur fyrirtækja á vinnumarkaði framtíðarinnar?
Námskeiðið snýst um að upplýsa um helstu áhrifaþætti á bak við breytingar sem eru að verða í vinnuumhverfinu og hvernig fyrirtæki og stjórnendur þurfa að breyta ýmsu í sinni nálgun til að styðja við samkeppnishæfni sinna vinnustaða, bæði sem fyrirtækja og vinnustaða.
Í námskeiðinu eru tekin fyrir fjölmörg atriði í þessu sambandi, svo sem:
Helstu stefnur og áhrifaþættir breytinga í vinnuumhverfi og á vinnumarkaði.
Aukin völd vinnuaflsins í vinnusambandinu.
Breytingar sem þurfa að verða á öflun umsækjenda og ráðningum.
Færni til framtíðar og breytingar á starfsþróun og þekkingarstjórnun.
Breytingar á frammistöðustjórnun, í samhengi við breyttan vinnutíma og aukna fjarvinnu.
Mikilvægi góðrar upplifunar í vinnuumhverfinu almennt og stafrænnar upplifunar í vinnuumhverfinu.
Atvinnuhæfni, fagleg hæfni og persónuleg færni.
Velsæld, fjölbreytileiki, vinnustaðamenning, traust og margt fleira.
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur og allt mannauðsfólk.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.