Matvælaöryggi

Útgáfudagur: 07/04/25
Síðast uppfært: 07/04/25

Námskeiðið fjallar um meðhöndlun matvæla í iðnaðareldhúsi, matvælalöggjöfina þar sem ábyrgðin er hjá fyrirtækjunum sjálfum og á sama tíma er áhersla lögð á að öryggi sé tryggt í allri matvælakeðjunni, allt frá slátrun og þar til matarins er neytt. 

 

Farið í HACCP eða GÁMES (Greining hættu og mikilvægra stýristaða) aðferðafræðina sem gegnir lykilhlutverki í þessu samhengi. Einnig er fjallað um mikilvægi innra eftirlits sem lýkur aldrei og ávallt skal það tryggt að það skili tilætluðum árangri.  Fjallað er um vörumóttöku og hreinlæti, geymslu og vinnslu matvæla, frystingu matvæla, starfsfólk á vinnustaðnum og loks farið yfir áhættumat. 

 

Fyrir hverja?

Öll matvælafyrirtæki á Íslandi sem og stóreldhús sem verða sem fyrr segir að fylgja matvælalöggjöfinni og tryggja ávallt öryggi í matvælaframleiðslu.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.