Microsoft Clipchamp 2024

Útgáfudagur: 10/10/24
Síðast uppfært: 10/10/24

Clipchamp er myndvinnsluforrit sem gerir þér kleift að búa til og breyta myndböndum beint í vafranum þínum eða í Clipchamp forritinu sjáflu.  Clipchamp er hluti af Microsoft svítunni en líka hægt að nálgast fría útgáfu þess fyrir notendur á netinu.

 

Með Clipchamp getur þú sameinað myndbönd, myndir og hljóðskrár, bætt við texta og áhrifum og vistað fullunnið myndband á tölvunni þinni. Það er hannað til að vera auðvelt í notkun, jafnvel fyrir þá sem hafa enga fyrri reynslu af myndbandsklippingu.

 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Öðlist góða innsýn í viðmótið sjálft og helstu stillingar, geti búið til myndband með aðstoð gervigreindar og þekki notkun á sniðmátum

  • Geti flutt inn efni til notkunar, geti unnið með efni á tímalínu og hvaða valmöguleikar eru í boði

  • Fái innsýn í það hvernig hægt er að setja texta á tímalínu, geti búið til undirtexta, þekki hvernig hægt er að taka upp myndband og hvernig hægt er að breyta texta í talað mál.

     

Fyrir hverja?

Clipchamp er fyrir alla sem vilja búa til og breyta myndböndum á auðveldan hátt. Það er hentugt fyrir byrjendur, smáfyrirtæki, nemendur og kennara.

Verð: 24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.

Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.