Microsoft Copilot í Teams 2024
Útgáfudagur: 26/11/24
Síðast uppfært: 03/12/24
Copilot í Teams er gervigreindarverkfæri sem hjálpar þér að hámarka framleiðni og samvinnu í fundum og samskiptum. Með Copilot getur þú fengið samantektir á fundum, innsýn í umræðuefni og tillögur að aðgerðum í rauntíma.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
geti nýtt sér gervigreindartólið í Teams á þægilegan hátt, fái innsýn í virkni þess í spjalli, skilaboðum og hvernig hægt er að láta sækja samantekt úr skjali sem hefur verið deilt
fái innsýn í það hvernig hægt er að nýta tólið á fundum í rauntíma og hvernig er hægt að sækja handrit
ATH. Á námskeiðinu er notaður virkur Teams reikningur, þannig að öll samskipti eru hulin vegna persónuverndarsjónarmiða.
Fyrir hverja?
Þetta verkfæri er gagnlegt fyrir alla sem nota Teams, hvort sem það eru fyrirtæki, skólar eða einstaklingar sem þurfa að vinna saman á skilvirkan hátt. Það sparar tíma og eykur skilvirkni með því að sjálfvirknivæða endurtekin verkefni og veita innsýn sem annars gæti verið erfitt að finna.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.