Microsoft Copilot Pages 2024
Útgáfudagur: 29/10/24
Síðast uppfært: 30/10/24
Microsoft Copilot Pages er nýtt verkfæri innan Microsoft 365 Copilot sem er hannað til að auðvelda samstarf og samvinnu í rauntíma. Með Copilot Pages getur þú breytt svörum frá Copilot í varanleg skjöl sem hægt er að breyta og deila með teymum.
Markmið námskeiðsins er að nemandi m.a.
þekki hvar hann getur nálgast Copilot pages og hvernig hann getur á auðveldan hátt notað virknina
læri hvernig hann getur bætt við síðuna og unnið með texta
geti unnið með töflu, geti verið í samvinnu inni í Copilot pages og hvar hægt er að finna síðurnar
Leiðbeinandi
Hermann Jónsson hefur starfað í tölvubransanum til fjölda ára, m.a. sem framkvæmdarstjóri hjá tölvuskólanum Isoft, tölvuskólanum NTV og sem fræðslustjóri Advania. Hermann hefur margra ára reynslu sem kennari í upplýsingatæknigeiranum.
Fyrir hverja?
Sérstaklega gagnlegt fyrir teymi sem vinna saman að verkefnum og þurfa að halda utan um upplýsingar á skipulegan hátt sem og alla þá sem nýta sér aðstoð gervigreindar í leik og starfi.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.