Microsoft Viva Engage 2024
Útgáfudagur: 23/05/24
Síðast uppfært: 20/09/24
Fyrirtæki sem þegar eru með Microsoft leyfi ættu að kynna sér sérstaklega Viva Engage sem er að finna í Microsoft Viva svítunni og er samhæft með Microsoft 365 umhverfinu. Viva Engage svipar mjög til Workplace og býður upp á mikið af sömu virkninni, viðmótið er mjög áþekkt og hægt að tengja lausnina við Teams sem fækkar samskiptaleiðum.
Mörg fyrirtæki hafa þegar aðgang að þessari lausn í dag með núverandi leyfum þar sem Viva Engage fylgir með ýmsum Microsoft 365 leyfum en einnig er hægt að kaupa slík leyfi sérstaklega.
Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
- kynni sér alla helstu virkni Viva Engage, skoði viðmótið og geti unnið með hópa
- þekki hvernig hægt er að spjalla eða senda tilkynningu, eiga samskipti í hópum og fylgjast með umræðu
viti hvernig unnið er með skjöl, þekki helstu stillingar, viti hvað storyline er og hvernig hægt er að tenga Viva Engage við Teams.
Fyrir hverja?
Alla þá sem vilja kynna sér sambærilega lausn og Workplace hefur haft að geyma en er nýtt hjá Microsoft og tilvalin lausn þar sem Workplace er á leiðinni út.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.