Orkustjórnun
Útgáfudagur: 21/02/25
Síðast uppfært: 28/03/25
Orkustjórnun er verkferli sem notað er til þess að tryggja öryggi þegar unnið er með háskalega orku. Þegar unnið er með háskalega orku þá er yfirleitt mikil orka í kringum búnað sem er í notkun og manneskjan því lítil fyrirstaða ef eitthvað fer úrskeiðis. Mismunandi aðstæður í kringum háskalega orku geta skapast og því mikilvægt að öllum verkferlum sé fylgt eftir til að tryggja sem best öryggi.
Markmið með námskeiðinu er m.a. að nemandi
Viti hvað orkustjórnun er, þekki vel ferlið í kringum orkustjórnun og þau mismunandi hlutverk sem starfsmenn gegna í orkustjórnunarferlinu
Þekki mismunandi tegundir af læsingum og mismunandi tegundir af lásum
Viti hvað bilanagreiningar eru og hvernig þær eru framkvæmdar
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.