Lýsing námskeiðs og skráning

Samningatækni til árangurs - aðferðafræði FBI

Námskeiðið er endurgerð fyrra námskeiðs sem var upptekin kennslustund í sal með þátttakendum. Farið er yfir samningatækni FBI og það hvernig FBI til að mynda notar í samningaviðræðum við hryðjuverkamenn og aðra glæpamenn. Í slíkum aðstæðum er ekki hægt að loka samningum með því að setja ,,þú getur 2 gísla, og ég 2, erum við þá ekki sátt?“.  Allt annað en að ná öllum gíslunum er óásættanlegt.

Námskeiðið byggir á bókinni Never Split the Difference eftir Chris Voss en hann var í áratugi einn helsti samningamaður FBI en fór síðar að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að ná meiri árangri við samningaborðið með tækni FBI.

Tæknin byggir á einföldum og hagnýtum aðferðum til að sýna hluttekningu, skapa traust og vinna þannig mótaðila á okkar band svo samningar náist.

Námskaflar og tími:

  • Inngangur - 2 mínútur.
  • Hnippingar, fyrri hluti - 13 mínútur.
  • Hnippingar, seinni hluti - 12 mínútur.
  • Hvað getum við lært af FBI - 13 mínútur.
  • FBI Trixin - 11 mínútur.
  • Samantekt - 4 mínútur.

Heildarlengd: 55 mínútur.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinendur

Berta Andrea Snædal

Guðmundur Arnar Guðmundsson

Guðmundur Arnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Akademias, er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þar á meðal við Harvard Business School og IESE.
Guðmundur hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air og sat jafnframt í framkvæmdastjórn félaganna. Hann var markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi og einnig markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum.
Tvö þeirra fyrirtækja sem hann stýrði markaðsmálum fyrir voru valin Markaðsfyrirtæki ársins samkvæmt ÍMARK; Icelandair 2011 og Nova 2014.
Guðmundur hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík og einnig verið reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins.
Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism og dómari í Gullegginu.