Stafræni veitingaskólinn
Útgáfudagur: 09/04/24
Síðast uppfært: 21/09/24
Stafræni veitingaskólinn er námskeið fyrir þá sem starfa í þjónustu veitinga og/eða afgreiða á bar. Farið er ítarlega yfir hvað ber að hafa í huga við framsetningu matar og drykkja og hversu mikilvægt er að vera fágaður í framkomu við viðskiptavini til að þeir fái sem besta þjónustuupplifun.
Markmið námskeiðsins er að nemandi
- kunni afgreiðslu á borðvíni, hvernig taka skal á móti borðapöntun í veitingasal og hvernig við berum okkur að þegar við notum bakkann, bæði í sal og á bar
- geti farið með borðbúnað á réttan hátt og stillt upp, læri að bera fram með þremur diskum og hvernig er hreinsað af diskum þegar þeir eru fjarlægðir frá gestum
- kynnist og læri að meðhöndla öll þau verkfæri sem notuð eru á framreiðslu á drykkjum, farið yfir helstu tegundir áfengis á bar og skrauti sem er notað ásamt því hvað ber að varast þegar við þjónum viðskiptavinum á veitingastað
Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja og starfa í veitingageiranum og vilja vera með grunnatriði og tækni á hreinu til að þjónustuupplifun viðskiptavinarins sé sem best. Margir hagnýtir og góðir punktar koma fram á þessu námskeiði sem auðvelt er að tileinka sér í einkalífinu einnig.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem vilja og starfa í veitingageiranum og vilja vera með grunnatriði og tækni á hreinu til að þjónustuupplifun viðskiptavinarins sé sem best. Margir hagnýtir og góðir punktar koma fram á þessu námskeiði sem auðvelt er að tileinka sér í einkalífinu einnig.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.