Lýsing námskeiðs og skráning

Tilfinningagreind, starfsfólk og stjórnendur

Um hvað er námskeiðið?

Tilfinningagreind (EQ) er í dag ein eftirsóknarverðasta leiðtogahæfnin. EQ hjálpar þér að byggja upp árangursrík teymi, halda streitu í lágmarki og að eiga í góðu samstarfi við aðra. Að skapa öruggt lærdómsumhverfi sem gerir starfsfólki kleift að blómstra og ná hámarksárangri. Í þessu námskeiði mun Aðalheiður leiða þig í sannleikann um hvað tilfinningagreind er og hvers vegna hún er okkur svona mikilvæg. Ferðalagið hefst á því að skoða hvað liggur á bak við tilfinningaviðbrögð okkar, áður en kafað er ofan í 4 stoðir tilfinningagreindar og verkfæri sett fram til þess að hefja þjálfun hennar. Í þessu námskeiði höldum við okkur ekki á yfirborðinu, heldur förum alla leið niður að rótinni. Hefur þú hugrekki til þess að horfa í spegilinn?

 

 

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla þá sem eru forvitnir um hugtakið tilfinningagreind og hvaða áhrif hún hefur á okkar sjálfsmynd og samskipti við aðra. Sérstök áhersla er lögð á mikilvægi tilfinningagreindar fyrir stjórnendur sem bera ábyrgð á fyrirtækjamenningu og velferð starfsfólks.

Námskaflar og tími:

  • Tilfinningagreind (EQ) fyrir stjórnendur - 3 mínútur.
  • Hvað er tilfinningagreind - 6 mínútur.
  • Hvað liggur á bak við tilfinningar - 10 mínútur.
  • Sjálfsvitund - 13 mínútur.
  • Sjálfsstjórnun - 14 mínútur.
  • Félagsvitund - 7 mínútur.
  • Tengslastjórnun - 8 mínútur.
  • Hvað nú - 4 mínútur.

Heildarlengd: 65 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Aðalheiður Sigurðardóttir

Aðalheiður Sigurðardóttir er fyrirlesari og ráðgjafi sem mætir alltaf með ástríðuna að vopni. Hún er með MSc. og BSc. í stjórnun og markaðsmálum frá Háskóla Íslands og hefur áralanga stjórnendareynslu, bæði á Íslandi og í Noregi. Árið 2022 útskrifaðist hún úr 3ja ára námi í Tilfinningaráðgjöf frá EQ Institute í Osló. Aðalheiður hefur starfað sem ráðgjafi og fyrirlesari frá árinu 2015 í gegnum fyrirtækið sitt, Ég er unik og hefur sérþekkingu á tengslamyndun, tilfinningagreind og taugakerfinu.