Vinnuvernd 101
Útgáfudagur: 14/03/25
Síðast uppfært: 29/03/25
Um hvað er námskeiðið?
Vinnuvernd 101 fjallar um grundvallaratriði í starfsumhverfi og vinnuskipulagi til að stuðla að öryggi og vellíðan starfsfólks. Það miðar að því að fræða starfsfólk, stjórnendur og sérfræðinga um mikilvægi öryggis á vinnustað. Markmiðið er að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita þekkingu og leiðbeiningar um besta framkvæmd öryggisráðstafana.
Námskeiðið inniheldur fræðslu um vinnuverndarstarfið, fjallað er um áhættumat, skráningu og tilkynningu vinnuslysa, helstu forvarnir vegna vinnuslysa, sálfélagslegt vinnuumhverfi-einelti og áreitni og líkamlegt álag-hávaða, loftræstingu og fleira.
Fyrir hverja?
Vinnuverndarnámskeið eru mikilvæg fyrir alla sem vilja auka öryggi á vinnustað og læra um hvernig má koma í veg fyrir vinnuslys og bæta vinnuumhverfi.
Verð: 24.000 kr.
Hagnýtar upplýsingar
TILBOÐ í takmarkaðan tíma.
Árs áskrift af um 160 MasterClass námskeiðum Akademias. Verð: 99.000 kr. Sjá nánar hér.
- Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
- Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
- Hægt að læra í gegnum vefsíðu Akademias en einnig með Akademias appinu (fyrir Android og iPhone)
- Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
- Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
- Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
- Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.