Aðferðafræði Coaching fyrir stjórnendur

Útgáfudagur: 27/09/22
Síðast uppfært: 20/09/24

Hvernig er hægt að kveikja áhuga og drifkraft hjá starfsfólki og hvernig getum við stýrt teymi til árangurs, eru spurningar og verkefni sem margir stjórnendur standa frammi fyrir. Coaching er eitt af helstu verkfærum stjórnandans til að ná árangri á þeim sviðum.

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi
  • Geti nýtt aðferðafræði Coaching til árangurs, læri og styrkist í eigin sjálfsþekkingu og samskiptum
  • Fái innsýn í hvernig hægt er að nota eigin drifkraft til að fá sem mest úr eigin ágæti
  • Kynnist aðgerðum og þeim lærdómi sem ávinnst með Coaching

     

Fyrir hverja?

Námskeiðið er fyrir alla stjórnendur sem vilja ná því besta fram í starfsfólki sínu.