Andleg heilsa með Tolla Morthens

Útgáfudagur: 10/10/22
Síðast uppfært: 04/03/25

Á þessu námskeiði fer Tolli Morthens yfir andlega heilsu, þau hlutskipti mannsins að vera með stjórnlausan huga og hvernig það getur leitt til streitu og ójafnvægis. Þá ræðir hann um það hvernig núvitund og hugleiðsla getur stuðlað að jafnvægi og hugarró og mikilvægi sjálfskærleiks í þeirri iðkun. 

 

Markmið námskeiðsins er m.a. að nemandi

  • Fræðist um heilann og starfsemi hans, kynnist því hvernig undirmeðvitund okkar vinnur og hvernig er best að vinna með hana

  • Kunni að leita inn á við í fjölbreyttum aðstæðum lífsins og þekki sinn eigin sjálfskærleika

  • Geti verið í núinu, stundað núvitund ásamt því að fara í hugleiðslu með kennara

 

Fyrir hverja?

Alla sem eru að fást við þá áskorun að vera manneskja og vilja bæta líðan sína í lífi og starfi.